Árstíðir í múmíndal
Grunnskólatónleikar fyrir 1.- 3. bekk
Á þessum heillandi tónleikum sem nefnast Árstíðir í múmíndal fléttast texti og myndir Tove Janssons á hrífandi hátt við tónlist Lauri Porra. Porra hefur getið sér gott orð sem bassaleikari þungarokksveitarinnar Stratovarius og er barnabarn finnska tónskáldsins Sibeliusar. Bækur Tove Jansson um múmínálfana hafa áratugum saman notið mikilla vinsælda meðal barna og fullorðinna.
Lengd tónleikanna er u.þ.b. 40 mínútur
Tónleikarnir eru í Norðurljósum
Deila

Skipuleggjandi:
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Tímabil:
Mars
Aldur:
6 ára
7 ára
8 ara