Auðlindin vatn | Vatnið í náttúru Íslands

Vatn er óvenju áberandi hluti af náttúru Íslands. Við fjöllum um hvernig við nýtum ferskvatnið, heitt og kalt og ræðum um umsvif mannsins og áhrifin sem þessi nýting hefur á náttúruna. Einnig er fjallað um vatnið sem auðlind fyrir aðrar lífverur en manninn.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Skráning fyrir heimsóknir á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar fer fram á heimasíðu Náttúruminjasafns Íslands

Fræðsla er ókeypis fyrir skólahópa.

frekari upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins og hjá safnkennurum á netfanginu kennsla@nmsi.is og í síma 5771800.

Skipuleggjandi: 
Náttúruminjasafn Íslands
Staðsetning: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Læsi
Náttúra og dýr
Tímabil: 
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
September
Október
Nóvember
Desember
Aldur: 
13 ára
14 ára
15 ára