Skip to main content

Efni, náttúra, framtíð

Í þessari tveggja daga vinnustofu gefst nemendum færi á að vinna með mismunandi efni og skoða tengsl milli myndlistar og náttúru í gegnum ólíkar aðferðir. Blöndun á efnum enda í skúlptúrum og prentum og eru verk á sýningunni TIME MATTER REMAINS TROUBLE, sem stendur nú yfir í Hvelfingu, sýningarrými Norræna hússins, notuð sem upphafspunktur námskeiðsins. Einnig munu sérfræðingar frá veitingarstað Norræna hússins SÓNÓ og bjóða nemendum í gróðurhús Norræna hússins þar sem þeir kenna hvernig hægt er að blanda saman mismunandi jurtum til að blanda í sitt eigið náttúrmeðal. Að því loknu verða form náttúrunnar skoðuð í gegnum grænmetis – og ávaxta prent. Nemendur verða ennfremur hvattir til að setja sig í stellingar vísindamanna, með því að safna að sér, rannsaka og kanna hluti og efni sem fyrirfinnast í umhverfi Norræna hússins. Að því loknu taka við tilraunir með að forma, sameina og breyta efnunum og skapa úr þeim heildstæðan skúlptur með aðstoð leirs og bráðins vax. Skúlptúrarnir sem verða til fara á sýningu í andyri Norræna hússins sem verður uppi út nóvember mánuð. Skráning fæst með því að senda nafn og kennitölu á hrafnhildur@nordichouse.is   Athugið að skráning gildir fyrir báða daganna. kl. 13:00 – 15:00 Salur

 

Skipuleggjandi:
Norræna húsið
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Listir
Náttúra og dýr
Tímabil:
Október
Aldur:
10 ára
  - 14 ára