Gamli tíminn
Árbæjarsafn | Borgarsögusafn Reykjavíkur
1. - 2. bekkur
Könnunarleiðangur um fortíðina.
Hvernig lifði og bjó fólkið í gamla daga? Farið er í könnunarleiðangur í torfbæinn Árbæ. Nemendur fá verkefni þar sem þeir eiga að finna ákveðna hluti og rými. Síðan er haldið í fræðsluhúsið Líkn þar sem sjónum er beint að hverri árstíð fyrir sig.
Fyrir heimsóknina getur verið skemmtilegt að horfa á umfjöllun safnsins um ljós í gamla daga hér en fleiri handverksmyndbönd eru að finna undir fjarfræðsla á heimasíðu safnsins.
Miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk eða um 25 nemendur.
Tekur um 45 - 60 mínútur.
Bókanir og nánari upplýsingar á borgarsogusafn.is/safnfraedsla eða í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is
Deila

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafn, Árbæjarsafn
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
Aldur:
6 ára
7 ára