Skip to main content

Komdu og skoðaðu Alþingi!

Tekið er á móti hópnum fyrir framan Alþingishúsið þar sem forvitni nemenda er vakin á byggingunni og umhverfi þess. Hvaða verur lúra fyrir ofan gluggana? Hvers vegna er kóróna uppi á þakinu? Hversu mörg skref þarftu að taka til að ganga hring í skrúðgarðinum? Að því loknu verður gengið um Alþingishúsið, nemendur fræðast um starfsemi þingsins og eru hvattir til að spyrja spurninga um það sem fyrir augu ber.

Heimsóknin hentar yngsta stigi grunnskóla (2.–4. bekk) og er miðuð út frá kennslu samfélagsgreina og námsefnisins Komdu og skoðaðu land og þjóð.  

Nánari upplýsingar og bókanir: fraedsla@althingi.is og althingi.is/skolar

Skipuleggjandi:
Alþingi
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Listir
Saga
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
7 ára
  - 9 ára