Komdu og skoðaðu landnámsdýrin - Heimsókn í leikskóla
Landnámssýningin | Borgarsögusafn Reykjavíkur
4 - 6 ára
Hvaða dýr tóku landnámsmennirnir með sér yfir hafið og til hvers?
Íslensk húsdýr skoðuð út frá miðaldabúskap, fornleifafræði sem og í gegnum frjálsan leik.
Fyrsta fólkið sem settist að á Íslandi kom með ýmislegt með sér frá sínum fyrri heimkynnum, þar á meðal húsdýr. Sérfræðingur frá safninu heimsækir börnin í leikskólann og ræðir um þessi húsdýr og hvernig hugsað var um þau. Einnig eru kenndir leikir er tengdust dýrunum.
Miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk eða um 25 nemendur.
Tekur um 45 - 60 mínútur.
Vinsamlegast athugið að þessi heimsókn miðast við að sérfræðingur frá safninu sækir leikskólann heim. Ef þið hafið hug á að fá þessa sömu fræðslu á Landnámssýningunni, þá er hægt að fara til baka um eitt skref og velja Komdu og skoðaðu landnámsdýrin.
Bókanir og nánari upplýsingar á borgarsogusafn.is/safnfraedsla eða í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is
Deila
