Litir, form og leikur. Í boði 17. maí - 13. ágúst
Árbæjarsafn | Borgarsögusafn Reykjavíkur
4 - 6 ára
Tveimur fræðsluleiðum safnsins fyrir blandað saman í fjölbreytta dagskrá fyrir leikskólabörn.
Í heimsókninni er blandað saman fræðsluleiðunum okkar tveimur fyrir leikskóla annars vegar „Litir og form“ og hins vegar „Komdu að leika“. Fyrri hluta heimsóknarinnar er útiveran í fyrirrúmi þar sem hópurinn röltir um svæðið og skoðar hin ýmsu form og liti sem finna má á safninu. Seinni hlutann er haldið inn á leikfangasýninguna þar sem krakkarnir fá að leika sér með dót frá ýmsum áratugum 20. aldarinnar.
Miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk eða um 25 nemendur.
Tekur um 45 - 60 mínútur.
Bókanir og nánari upplýsingar á borgarsogusafn.is/safnfraedsla eða í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is
Deila
