Pláneturnar

Skólatónleikar fyrir 7.–10. bekk

Á skólatónleikunum leiðir Stjörnu-Sævar tónleikagesti um himinhvolfið í samhljómi við flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Plánetunum eftir Holst, einu vinsælastasta og glæsilegasta hljómsveitarverki 20. aldar. Tilkomumiklu myndefni verður varpað upp meðan á tónlistarflutningnum stendur. Holst var mikill áhugamaður um stjörnufræði og í tónlistinni líkir hann eftir einkennum plánetanna. Á tónleikunum verða fluttir þrír þættir úr þessu stórvirki: Mars, Júpíter og Neptúnus.

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 45 mínútur
Tónleikarnir eru í Eldborg

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og bókanir.

Skipuleggjandi: 
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Staðsetning: 
Komið á starfsstað
Efnisflokkur: 
Listir
Tímabil: 
Apríl
Aldur: 
12 ára
13 ára
14 ára
15 ára