Sellókonsert Dvoráks

Framhaldsskólatónleikar

Danski sellóleikarinn Jonathan Swensen leikur sellókonsert Dvoráks sem er eitt dáðasta verk sinnar tegundar. Konsertinn er söngrænn og hjartnæmur en er jafnframt kraftmikill og sannkölluð flugeldasýning bæði fyrir einleikara og hljómsveit. Um tónsprotann heldur Peter Oundjian sem hefður áður sótt Ísland heim og stjórnað hljómsveitinni við rífandi undirtektir. Kynnir á tónleikunum er Árni Heimir Ingólfsson.

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 60 mínútur
Tónleikarnir eru í Eldborg

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og bókanir.

Skipuleggjandi: 
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Staðsetning: 
Komið á starfsstað
Efnisflokkur: 
Listir
Tímabil: 
Október
Aldur: 
16 ára
17 ára
18 ára