Sofnað að hausti - vaknað að vori

Sofnað að hausti – vaknað að vori:

Elstu deildum leikskóla býðst að koma í haustheimsókn  í Grasagarð Reykjavíkur 20. september til 12. október 2021 og sömu hópum gefst svo kostur á að heimsækja garðinn aftur í vorheimsókn í maí/júní 2022.

Heimsóknin sem er ætluð útskriftarárgöngum leikskólanna nefnist  „Sofnað að hausti – vaknað að vori“ og munu börnin fá fræðslu um hvað gerist í gróðrinum að hausti og vetri og hjálpa til við að planta laukum sem svo verða í blóma í vorheimsókninni. 

Fræðslan  tekur um 30-40 mínútur og er tilvalið að koma með nesti. Ef veður er ekki hagstætt er nestisaðstaða innanhúss í boði.

Hægt er að bóka þátttöku í síma 411-8650.

Skipuleggjandi: 
Grasagarður Reykjavíkur
Staðsetning: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Leikir og útivist
Náttúra og dýr
Tímabil: 
Maí
Júní
September
Október
Aldur: 
4ra ára
5 ára
6 ára