Skip to main content

Sögustund með Sleipni

Borgarbókasafnið Árbæ

Sögustundir fyrir elstu deild í leikskóla að hausti. 

Komdu með á hugarflug! 

Á haustin býðst leikskólakennurum að panta lestrarstund með Sleipni fyrir elstu börnin í leikskólanum. Við kynnum Sleipni fyrir börnunum og ræðum um kraft ímyndunaraflsins, skáldskapinn, ævintýrið, lestraránægjuna og hugarflugið sem lestur býður upp á. 

Sagan Vetrarævintýri Sleipnis eftir Gerði Kristnýju og Gunnar Karlsson er lesin upp ásamt fleiri sögum. Að lokinni lestrarstund með Sleipni: 

  • Börnin fá Sleipnisbókamerki 
  • Leikskólakennarar fá Vetrarævintýri Sleipnis með heim ásamt hugmyndabanka Sleipnis 
  • Foreldrar / forráðamenn fá skilaboð um að barnið hafi hitt Sleipni og þau eru hvött til að lesa fyrir börnin 

Frá 2016 hefur Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO boðið upp á sögustundir með Sleipni í samvinnu við Borgarbókasafnið með það að markmiði að öll leikskólabörn í Reykjavík eigi þess kost að hitta Sleipni áður en þau hefja grunnskólanám og kynnist lestrargleðinni.

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteindottir@reykjavik.is | 411-6250

Skipuleggjandi:
Borgarbókasafnið, Árbæ
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Læsi
Tímabil:
Október
Aldur:
5 ára