Töfraflautan eftir Mozart

Skólatónleikar fyrir 3.–6. bekk

Töfraflautan eftir Mozart er ein dáðasta ópera sögunnar. Á skólatónleikunum er óperan flutt í barnvænni kukkustundalangri útfærslu fyrir sögumann og fimm einsöngvara. Í Töfraflautunni heyrum við meðal annars af prinsinum Tamínó, Næturdrottningunni og Pamínu dóttur hennar ásamt fuglafangaranum Papagenó og sálufélaga hans, Papagenu. Saman lenda þau í ævintýrum og leysa erfiðar þrautir. Einsöngvararnir eru af yngri kynslóðinni og sögumarðurinn leiðir tónleikagesti í gegnum verkið á léttan og leikandi hátt. Óperan er flutt á íslensku.

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 55 mínútur
Tónleikarnir eru í Eldborg

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og bókanir.

Skipuleggjandi: 
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Staðsetning: 
Komið á starfsstað
Efnisflokkur: 
Listir
Tímabil: 
Febrúar
Aldur: 
8 ara
9 ára
10 ára
11 ára