Tónlistarupplifun | sköpun og sögustund

Börnum í 2. og 3. bekk er boðið í Borgarbókasafnið Grófinni í tónlistarupplifun þar sem þau kynnast heimi tónlistar bæði í gegnum bókmenntir og sköpun.
Í barnadeildinni verður boðið upp á notalega stund þar sem börnin fá að kynnast hljóðfærum og tónlist í gegnum skemmilega sögu. Á Verkstæðinu gefst börnunum svo tækifæri til þess að skapa sína eigin tónlist í tónlistarforritinu Figure.

Markmið heimsóknarinnar er að kynna Borgarbókasafnið sem stað sköpunar, upplifunar og þekkingar og sýna börnunum hvernig hægt er að nota og njóta bókasafnsins á ólíka vegu.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

Skipuleggjandi: 
Borgarbóksafnið, Grófinni
Staðsetning: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Læsi
Tækni og vísindi
Tímabil: 
Nóvember
Aldur: 
7 ára
8 ara