Skip to main content

Um Uppsprettu

Vefur þar sem starfsfólk í skóla og frístundastarfi getur fundið allt sem er í boði fyrir hópa á skóla- og frístundatíma. Hugmyndin er að nú geti fólk farið á einn stað og fundið allt sem er í boði í stað þess að villast um frumskóga internetsins í leit að einhverju spennandi sem styður við nám og upplifanir barnanna.

Inni á Uppsprettuvefnum verður hægt að finna upplýsingar um safnfræðslu, útikennslu, tækni, leikjanám, vísindi, samfélagsmál og annað sem er í boði en líka fræðslu sem hægt er að fá í heimsókn inn á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf. Flest af þessu er frítt í sumum tilfellum er boðið upp á rútu á staðinn. Á sama vef getur starfsfólk leik, grunn og frístundar fundið starfstengda símenntun. Stofnanir innan Reykjavíkur bjóða upp á bókanir beint af Uppsprettuvefnum.

Vefurinn er hannaður að fyrirmynd fristund.is sem mjög góð reynsla er af. Þið setjið t.d. aldur barnanna, tímabil sem þið óskið eftir fræðslu eða hvers kyns fræðslu þið leitið eftir.

Vefurinn er í þróun svo við tökum öllum ábendingum fagnandi.