Aðventustund í Grasagarði Reykjavíkur

Aðventustundir leikskólabarna í Grasagarði Reykjavíkur

Eins og undanfarin ár býður Grasagarðurinn leikskólabörnum að heimsækja garðskálann á aðventunni. Skálinn er skreyttur jólaljósum og í lystihúsinu er jatan á sínum stað. Jólatré eru bæði inni og úti svo kjörið tækifæri gefst fyrir börn og fullorðna að brýna raustina við jólasöngvana. Börnin geta haft með sér nesti og borðað í skálanum. Svo er tilvalið að taka með sér skemmtilega jólabók og lesa saman yfir kakóbolla.

Hægt er að fá heitt vatn í kakóið á staðnum en skólarnir koma sjálfir með bolla, teskeiðar, annað nesti og þess háttar. 

Tekið er á móti pöntunum hjá Björk, verkefnastjóra Grasagarðsins, í síma 411-8650.

Aðventustundirnar eru alla virka daga aðventunnar, 22. nóvember – 23. desember, fyrir hádegi (kl. 9-12) eða eftir hádegi (kl. 13-15).

Athugið að garðskálanum er lokað kl. 15.

Það sem þarf að taka fram er:

  • Dagsetning og klukkan hvað óskað er eftir að koma
  • Fjöldi barna og starfsmanna
  • Hvort óskað sé eftir heitu vatni

Verið velkomin í Grasagarðinn!

 

Skipuleggjandi: 
Grasagarður Reykjavíkur
Staðsetning: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Leikir og útivist
Náttúra og dýr
Tímabil: 
Nóvember
Desember
Aldur: 
0 ára
Eins árs
2ja ára
3ja ára
4ra ára
5 ára