Skip to main content

Ævintýraeyjan Viðey | Grunnskóli

Viðey | Borgarsögusafn Reykjavíkur

1. - 10. bekkur

Saga Viðeyjar og náttúra skapa ríkulegan jarðveg til útikennslu í ólíkum námsgreinum. Kennarar ráða för í Viðey en safnið býður ekki upp á leiðsögn um eyjuna. Við bjóðum uppá sérhönnuð fræðsluhefti fyrir kennara sem er ætlað að veita innblástur og stuðning en kennarar haga útikennslunni eftir sínu nefi.

BÓKA EFTIR NESTISAÐSTÖÐU

Hesthúsið er nestisaðstaða fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þar er kolagrill sem gestum er frjálst að nota, útiborð auk salernis og leiksvæðis skammt frá. Einnig er inniaðstaða með vaski og borðum.

Viðeyjarnaust er aðstaða tilvalin fyrir stærri hópa. Þar er kolagrill úti og sætisaðstaða innandyra. Ef nýta á grillaðstöðu, þarf að taka allt viðeigandi með sér (kol, grillvökva, kveikjara, tangir, mat, diska o.s.frv.) Fyrst þarf að bóka ferjuna með því að senda póst á elding@elding.is. Svo er bókuð nestisaðstaða hér á vefsíðu safnsins. Ef hópur ætlar ekki að nýta nestisaðstöðu, þá er hægt að bóka það á bókunarsíðu.

Athugið ferjuáætlun og verð hér.

Í boði 15. maí til 31. ágúst 2025 og 2026.

 

Opið fyrir bókanir: Bóka skólahóp 
Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is 

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafnið, Viðey
Staðsetning:
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Maí
  - September
Aldur:
10 ára
  - 13 ára