Skip to main content

Ævintýraeyjan Viðey | Leikskóli

Viðey | Borgarsögusafn Reykjavíkur

4 - 6 ára

Í heimsókn út í Viðey hvetjum við að nýta eyjuna til útikennslu. Hvort sem það er fjöruferð, lautaferð, grill, náttúruskoðun eða bara einfaldlega gönguferð um eyjuna. Safnið býður upp á sérhönnuð fræðsluhefti fyrir leikskólakennara sem er ætlað að veita innblástur og stuðning en það er engin viðvera safnkennara í eynni. Í heftinu eru hugmyndir um hvað er gaman að skoða og gera með leikskólahóp í eynni. Kennarar haga útikennslunni eftir sínu nefi.

Fræðsluhefti eru aðgengileg á vefsíðu safnsins og út í eyju til innblásturs og stuðnings við heimsóknina.

Nestis- og salernisaðstaða er á tveimur stöðum í eynni.

Bókað er eftir nestisaðstöðu:
• Hesthúsið er nestisaðstaða sem er staðsett fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þar er kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis og leiksvæðis skammt frá.
• Viðeyjarnaust er aðstaða fyrir stærri hópa ásamt kolagrilli og salernisaðstöðu. Viðeyjarnaust stendur við fjöru sem gaman er að skoða.

Fyrst þarf að bóka ferjuna með því að senda póst á elding@elding.is. Svo er bókuð nestisaðstaða á vefsíðu safnsins. Ef hópur ætlar ekki að nýta nestisaðstöðu, þá er hægt að bóka það á bókunarsíðu.

Opið fyrir bókanir: Bóka skólahóp 
Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is 

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafnið, Viðey
Staðsetning:
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Maí
  - September
Aldur:
4ra ára
  - 6 ára