Ævintýrið um Eldfuglinn
Skólatónleikar fyrir 3. - 7. bekk
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Micah Gleason hljómsveitarstjóri
Halldóra Geirhaðrsdóttir kynnir og sögumaður
Ari Hlynur Guðmundsson Yates myndir
Ígor Stravinskíj, Eldfuglinn svíta
Um tónleikana
Í hljómsveitarævintýrinu um Eldfuglinn segir frá Ívani prins sem er hugrakkur með eindæmum og risastórum fugli sem logar í alls konar rauðum og gulum litum rétt eins og sólin sjálf hafi tekið sér bólfestu í fjöðrum hans. Halldóra Geirharðsdóttir segir tónleikagestum frá Eldfuglinum sem birtist í öllu sínu veldi, leyndarmálum skógarins, fjöregginu og gulleplunum. Myndum Ara Yates, sem sýna Eldfuglinn dansa og svífa á milli greina töfratrjánna verður varpað upp meðan á flutningi stendur.
Lengd tónleikanna er u.þ.b. 45 mínútur
Tónleikarnir eru í Eldborg
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar