Skip to main content

Ástarsaga úr fjöllunum

Skólatónleikar fyrir elstu börn leikskóla og 1., 2. og 3. bekk grunnskóla

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ross Jamie Collins hljómsveitarstjóri
Jóhann Sigurðarson sögumaður og söngvari
Guðni Franzson tónlist
Guðrún Helgadóttir saga
Pétur Eggertz söngtextar
Brian Pilkington myndir

Um tónleikana
Í Ástarsögu úr fjöllunum er skyggnst inn í heim íslenskra trölla á hugljúfan og hnyttinn hátt. Þessi ástsæla saga Guðrúnar Helgadóttur er fyrir löngu orðin þjóðargersemi og er flutt í fallegum hljómsveitarbúningi þar sem dregnar eru upp litríkar hljóðmyndir af dulúðugum, spennandi og tregafullum heimi tröllanna. Við sögusteininn situr Jóhann Sigurðarson sem flytur söguna í tali og tónum og kraftmiklum tröllamyndum Brians Pilkington varpað upp meðan á flutningi stendur.

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 40 mínútur

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Ítarefni: Hlunkidí bunk og Finnum tröll eru skemmtileg samsöngslög sem finna má í Ástarsögu úr fjöllunum. Gaman væri að syngja saman á skólatónleikum hljómsveitarinnar t.d. viðlög laganna sem er auðvelt að læra og eru tröllslega snotur. 

Skipuleggjandi:
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Tímabil:
September
Aldur:
5 ára
  - 8 ara