Bekkjarheimsókn í Vísindasmiðjuna
Vísindasmiðja Háskóla Íslands tekur á móti kennurum með nemendahópa í 90 mínútna heimsókn þriðjudaga til föstudaga yfir skólavertíðina. Heimsóknin nýtast best nemendum í 6. til 10. bekk grunnskóla. Hámarksstærð hópa er 25 nemendur en heimsókin fer aðeins eftir því hvað er í boði hvern daginn.
Yfirleitt fá hóparnir hálftíma á tveimur stöðvum — spjalli eða vinnusmiðju um eitthvað vísindalegt málefni, og kynningu á gagnvirku tækjum og tólum Vísindasmiðjunar — og enda svo á sameiginlegum frjálsum tíma í lokin.
Viðfangsefnin fara eftir því hvaða starfsfólk er á vakt hverju sinni svo efnistök eru fjölbreytt: umhverfisfræði, stjörnufræði, vindmyllugerð, efnafræði, stærðfræði og sálfræði. Kynningin á gagnvirku tækjunum fer eftir aldri nemenda; yngri nemendur fá lauslegri yfirferð yfir fleiri og einfaldari muni, en þeir eldri fá yfirleitt dýpra spjall um afmarkaðri fyrirbæri. Í frjálsa tímanum fá þau svo tækifæri til að leika sér og prófa á eigin forsendum.
Bókun fer fram á bókunarsíðu Vísindasmiðjunnar.
Deila
