Skip to main content

Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar

Tilraunir, rannsóknir og módel af húsum framtíðarinnar, séð með augum tíu ára barna, verða í anddyri Norræna hússins á meðan á Hönnunarmars og Barnamenningarhátíð standa yfir.

Á sýningunni má sjá verk nemenda Hólabrekkuskóla sem unnin voru í vetur í samstarfi við kennara og fræðslufulltrúa Norræna hússins. Innblástur verkefnisins var sýningin Wasteland Ísland og sjálfbærni í byggingarlist en inn í verkefnið fléttast einnig almenn fræðsla um byggingarlist, skoðun á uppbyggingu Breiðholtsins og hönnun Alvars Aalto, sem er arkitekt Norræna hússins. Í verkefninu var einnig áhersla á almenna umræðu og kynningu á arkitektúr í þeim tilgangi að auka meðvitund nemenda um hvernig umhverfi getur haft áhrif á líðan einstaklinga. Við framleiðslu verkanna voru nýtt efni sem einnig er að finna á sýningunni Wasteland Ísland í bland við önnur hefðbundin og óhefðbundin efni við módelgerðina.

Skipuleggjandi:
Norræna húsið
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Listir
Tímabil:
Apríl
Aldur:
4ra ára
  - 16 ára