Skip to main content

Dansfræðsludagar

Dansgarðurinn í samstarfi við Félag íslenskra listdansara bíður upp á faglega og innihaldsríka dansdagskrá fyrir nemendur í 5 og 6. bekk  þar sem áhersla er lögð á skapandi danslist. Um er að ræða tvær heimsóknir:

1. Danskennsla og danssmiðja í stúdíó- 3 klst í dansstúdíó á Grensásvegi 14.

Farið verður í grunnþætti dansins og þar sem nemendurnir fá að skoða eigin líkamstjáningu í gegnum æfingar og túlkunarleiki. Nemendurnir smíða eigin dans, sýna dansinn sinn og fá endurgjöf. 

2. Dans og sviðslistir í sögulegu og faglegu samhengi- 2 kennslustund í skóla.

Þessi hluti námskeiðsins snýr að fræðslu um dans og sviðslistir í sögulegu og faglegu samhengi. Nemendur eru leiddir í leiki með að endurtaka þekkta gjörningar horfa á dans vídeó og ræða um hvað er dans og hvernig má túlka hann. 

Skráning hér.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði. 

www.dansgardurinn.is

Skipuleggjandi:
Dansgarðurinn
Staðsetning:
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur:
Listir
Tímabil:
Janúar
  - Maí
Aldur:
10 ára
  - 12 ára