Dóri litli í Laxnesi
Dóri litli í Laxnesi. Skólaheimsókn fyrir 1.-4. bekk
Halldór Laxness lifði nær alla tuttugustu öldina og þar með þær miklu samfélags- og tæknibreytingar sem urðu á öldinni. Í gegnum ævi Halldórs Laxness fá nemendur tækifæri til að átta sig á tímanum og því hve margt hefur breyst frá því Halldór var á þeirra aldri. Sérstök áhersla er lögð strákinn Dóra litla í Laxnesi og það sem hann fékkst við sem krakki og síðar sem fullorðinn maður.
Markmið með skólaheimsóknum á Gljúfrastein er að:
- vekja áhuga á Halldóri Laxness, ævi hans, verkum og fjölbreyttum áhugasviðum
- bjóða skólum upp á hentuga og áhugavekjandi námskosti byggða á upplifun og leik
- heimsóknin verði kveikja að skapandi hugsun og hvati til að lesa, skrifa, teikna, mynda, yrkja og tjá sig með öllu mögulegu móti
Frítt er fyrir alla skólahópa. Frekari upplýsingar í síma 586 8066 eða gljufrasteinn@gljufrasteinn.is
Deila
