Skip to main content

ELDBLÓM X ÞYKJÓ - Hvernig dans varð vöruhönnun

Geta blóm sprungið út á himninum? Getur manneskja breytt sér í flugeld? Eru tengsl á milli flugelda og blóma?

Fræðsluverkefnið „Hvernig dans varð vöruhönnun“ opnar augu nemenda fyrir því hvernig frjóar hugmyndir geta hoppað á milli listforma og hönnunargreina, allt frá dansverkum til flugeldasýninga og vöruhönnunar. Smiðjan er leidd af sviðslistakonunum og hönnuðunum Sigríði Soffíu Níeldsdóttur og Sigríði Sunnu Reynisdóttur. Áhersla er lögð á að kynna frumkvöðlahugsun, tilraunagleði og þverfaglegt samstarf.

Heimsóknin höfðar til allra skilningarvitanna en í henni fléttast saman leiðsögn um fastasýninguna „Hönnunarsafnið sem heimili“ og einleikurinn „Eldblóm“. Heimsóknin er brotin upp með ilmferðalagi og dansstund og lýkur svo með skapandi smiðju hjá ÞYKJÓ hönnunarteyminu þar sem nemendur gera sín eigin eldblóm í silkipappír, ullargarn og vír. 

Umsagnir kennara:

„Þetta kom mér sjálfri svo skemmtilega á óvart, það var svo margt sem ég hafði ekki heyrt áður eins og tengsl flugelda og blóma - ég mun aldrei aftur sjá flugelda sömu augum!“

,,Þið hafið einstakt lag á að ná til krakkanna“

 

Umsagnir nemenda:

„Þetta er skemmtilegasta vettvangsferð sem við höfum farið í!“

„Mig langar að eiga heima hérna á þessu safni, það er svo gaman að vera hérna!“

 

Bókanir og nánari upplýsingar: boelin@honnunarsafn.is

Nánar um Eldblóm: www.eldblom.com

Nánar um ÞYKJÓ: www.thykjo.com

Nánar um Hönnunarsafnið: www.honnunarsafn.is

 

Ath! Verkefnið er unnið fyrir börn á miðstigi en hefur verið aðlagað að börnum allt frá 5 ára til 13 ára.
 

Skipuleggjandi:
Hönnunarsafn Íslands
Staðsetning:
Nágrannasveitarfélög
Efnisflokkur:
Listir
Náttúra og dýr
Saga
Rútutilboð
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
8 ara
  - 12 ára