Skip to main content

Flökkusýningar - listasafn í skólann!

Listasafn Reykjavíkur | Flökkusýningar

Grunnskólum stendur til boða að fá sérhannaðar fræðslusýningar að láni til sín í skólana. Um er að ræða tvær kistur sem opnast í lítið sýningarrými. Þetta eru færanlegar einingar sem hægt er að setja upp í kennslustofu eða opnu rými í skólanum. Flökkusýningarnar eru í sérhönnuðum kistum á hjólum sem eru 180 cm á hæð, 70 cm á breidd og 165 cm á lengd þegar þær eru lokaðar, en ca 8m2 rými þegar þær eru opnar og innihalda u.þ.b. 8 – 10 listaverk (frummyndir).  Hver sýning er sett upp í tveimur kistum sem raðast saman og mynda þannig lítið listasafnsrými í skólanum.

Val stendur á milli tveggja sýninga og fylgja þeim verkefni fyrir nemendur (sjá hér fyrir neðan). Boðið er upp á kynningu safnkennara á sýningu og verkefnum fyrir starfsfólk. Flökkusýningar eru sendar í grunnskóla Reykjavíkur að kostnaðarlausu. Öðrum skólum standa þær gjarnan til boða gegn sendingarkostnaði en leiðsögn safnkennara fylgir frítt með á Reykjavíkursvæðinu.

Skipuleggjandi:
Listasafn Reykjavíkur
Staðsetning:
Komið á starfsstað
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Náttúra og dýr
Saga
Tækni og vísindi
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
5 ára
  - 16 ára