Fræðsluheimsókn í Listasafn Einars Jónssonar
Fræðsluheimsókn í Listasafni Einars Jónssonar (LEJ) er ævintýri líkast. LEJ er listasafn, minjasafn og höggmyndagarður. Listasafnið er staðsett í fimm litríkum sölum á tveimur hæðum í sögufrægu húsi á Skólavörðuholti sem er stundum kallað Hnitbjörg. Þar má sjá viðamikil listaverk eftir Einars Jónsson (1874-1954), fyrsta myndhöggvara Íslands. Einar mótaði húsið eftir eigin höfði og það er stærsta listaverkið hans. Á efstu hæð hússins er upprunaleg turníbúð sem var listamannsheimili Einars og Önnu Jörgensen, konu hans. Við safnið er höggmyndagarður með 26 bronsafsteypum af listaverkum Einars. LEJ er fyrsta listasafnið á Íslandi sem opnað var almenningi í eigin húsnæði árið 1923.
- það er frítt fyrir skólahópa og börn og unglinga yngri en 18 ára
Bókanir og nánari upplýsingar á http://www.lej.is/safnid/heimsokn/ eða í gegnum lej@lej.is
898 3913
Deila
