Skip to main content

Gamli tíminn | 1. - 2. bekkur

Árbæjarsafn |  Borgarsögusafn Reykjavíkur

Hvernig var að upplifa vetrarkulda og myrkur fyrir tíma rafmagns og nútímaþæginda? 

Þorrinn þótti erfiðasti vetrarmánuðurinn og fólk þurfti að passa upp á að láta matinn endast fram á vor. Við ræðum um þorramat, einkenni hans og veltum fyrir okkur af hverju fólk ákvað að þurrka, reykja, súrsa, kæsa eða salta matinn.

Fyrir heimsóknina getur verið skemmtilegt að horfa á umfjöllun safnsins um smjörstrokkun í gamla daga og fleiri handverksmyndbönd eru að finna undir safnfræðsla - handverksmyndbönd.

 

Einungis í boði á þorranum, 19. janúar til 16. febrúar. 

Bókanir og nánari upplýsingar á Gamli tíminn eða í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafn, Árbæjarsafn
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Saga
Tímabil:
Janúar
  - Febrúar
Aldur:
6 ára
  - 7 ára