Skip to main content

Náttúrubakpokar

Það er hægt að koma með skólahópa í Grasagarð Reykjavíkur allan ársins hring, með eða án leiðsagnar.

Við erum með einnig með fræðslubakpoka með allskonar verkefnum (til notkunar á staðnum). Bakpokarnir eru hannaðir þannig að þeir eru tilbúnir til notkunar strax og eiga að útskýra sig sjálfir. 

Við erum með nokkra mismunandi bakpoka:

  1. Plöntubakpokinn (til notkunar allt árið – verkefnum skipt út eftir árstíma)
  2. Fuglaskoðunarbakpokinn (til notkunar allt árið – verkefnum skipt út eftir árstíma)
  3. Lífveruleitarbakpokinn (til notkunar allt árið – verkefnum skipt út eftir árstíma)
  4. Smádýrabakpokinn (til notkunar 15. maí – 15. september)

Neðst í póstinum er nánari útlistun á því hvað er í bakpokunum.

Á veturna er yfirleitt hægt er að panta bakpokana með litlum fyrirvara ef veðurspáin er góð. Það er auðvitað líka hægt að nýta garðskálann okkar (þar sem kaffihúsið er á sumrin) frá 1. september til 1. maí. Skálinn og lystihúsið eru líka góðir staðir fyrir nesti ef veðrið er að stríða okkur. 

Vor, sumar og haust er vissara að bóka með betri fyrirvara. 

Sendið okkur tölvupóst á botgard@reykjavik.is / bjork.thorleifsdottir@reykjavik.is eða hringið í síma 411-8650 til þess að panta fræðslubakpoka. Við viljum einnig minna á að Grasagarðurinn er opinn alla daga og ávallt á að fylgja reglum garðsins. Gott er að fara yfir reglurnar með börnunum áður en haldið er í garðinn en þær eru eftirfarandi:

  1. Notið göngustígana eða labbið á grasinu, bannað er að stíga inn í beðin
  2. Tré geta verið viðkvæm og brotnað, ekki klifra í þeim
  3. Bannað er að tína og slíta upp plönturnar

Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur!

  • Plöntubakpokinn (til notkunar allt árið – verkefnum skipt út eftir árstíma)
    • í honum eru stækkunargler, málbönd, blýantar og allskonar plöntutengd verkefni með myndum og fróðleiksmolum
  • Fuglaskoðunarbakpokinn (til notkunar allt árið – verkefnum skipt út eftir árstíma)
    • Í Fuglaskoðunarbakpokanum er allt sem maður þarf í fuglaskoðun. Leiðbeiningar og góð ráð fyrir fuglaskoðun, upplýsingar og skemmtilegur fróðleikur um mismunandi tegundir og kíkjar til þess að skoða fuglana betur.
  • Lífveruleitarbakpokinn (til notkunar allt árið – verkefnum skipt út eftir árstíma)
    • Bakpoki með kíkjum, stækkunarglerjum og fróðleik, verkefnum og myndum af allskonar lífverum – allt frá örverum til fugla og trjáa (hann sameinar í raun alla bakpokana)
  • Smádýrabakpokinn (til notkunar 15. maí – 15. september)
    • Stækkunargler, myndir, fróðleikur og allskonar verkefni sem tengjast pöddum og öðrum smádýrum
Skipuleggjandi:
Grasagarður Reykjavíkur
Staðsetning:
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Náttúra og dýr
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
3ja ára
  - 16 ára