Hæglætisheimsókn í Listasafn Einars Jónssonar
Sjónræn hugsun á safni (e. visible thinking) fyrir öll skólastig.
Þrjár höggmyndir eru skoðaðar sérstaklega í hverri heimsókn. Notast er við aðferðir sjónrænnar hugsunar (e. visible thinking) sem byggist m.a. á fjölgreindarkenningu Gardners og skapandi kennslufræði. Nemendur túlka listaverk með hjálp einfaldra spurninga sem safnkennari spyr. Nemendur stýra ferðinni að miklu leyti og þjálfast um leið í að nýta sér grunnaðferð í myndlæsi. Sjónræn hugsun hjálpar þeim við að túlka listaverkin á eigin forsendum og lesa í tákn með aðstoð safnkennara. Þannig opnast heill ævintýraheimur í hverju verki sem gaman er að gefa sér tíma til að uppgötva.
Hér má kynnast nánar hugmyndafræði og aðferðum sjónrænnar hugsunar.
Sjónræn hugsun krefst ákveðins næðis og því er ekki hægt að taka á móti fleirum en einum bekk í einu.
Hver heimsókn tekur um 60–80 mín. Verið öll hjartanlega velkomin
Bókið heimsókn gegnum lej@lej.is
Deila
