Heimsókn á Bókasafn Kópavogs

Leik- og grunnskólanemendur eru velkomnir í heimsókn á veturna í kynningar og fræðslu. Fræðslan er með tengingu við aðalnámskrá grunnskólanna og er áhersla lögð á sköpun, tjáningu, miðlun, sjálfstæði, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þar að auki eru sögustundir fyrir leikskólana alltaf í boði yfir vetrartímann. Einnig er samstarf við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Velkomið er að bóka tíma í fræðslu á safninu og tekur starfsmaður þá á móti þeim og kynnir safnið og hvað í boði er. Frekari upplýsingar um Bókasafn Kópavogs er að finna á bokasafn.kopavogur.is og hægt er að bóka fræðslu í bokasafn@kopavogur.is.

Skipuleggjandi: 
Bókasafn Kópavogs
Staðsetning: 
Nágrannasveitarfélög
Efnisflokkur: 
Læsi
Tímabil: 
September
Október
Nóvember
Desember
Aldur: 
2ja ára
3ja ára
4ra ára
5 ára
6 ára
7 ára
8 ara
9 ára
10 ára
11 ára
12 ára
13 ára
14 ára
15 ára
16 ára