Skip to main content

Heimsókn í Gerðarsafn

Boðið er upp á sérsniðnar leiðsagnir og heimsóknir í Gerðarsafn fyrir alla aldurshópa skólum að kostnaðarlausu. Skólahópar koma í leiðsagnir um yfirstandandi sýningu safnsins þar sem lögð er áhersla á samtal og túlkun nemenda á verkunum. Fyrir áhugasama hópa, sérstaklega þá yngri, hefur einnig verið boðið upp á sérsniðnar smiðjur í Stúdíói Gerðar í tengslum við sýningarnar hverju sinni. 
Skólahópum er velkomið að koma á safnið án leiðsagnar safnkennara. Mælt er með að hópar sem koma á eigin vegum láti safnið vita af komu sinni.
Frekari upplýsingar um Gerðarsafn er að finna á gerdarsafn.is og hægt er að bóka leiðsagnir í gerdarsafn@kopavogur.is. 

Skipuleggjandi:
Gerðarsafn
Staðsetning:
Nágrannasveitarfélög
Efnisflokkur:
Listir
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
3ja ára
  - 18 ára