Heimurinn heima
Hvernig heimili myndir þú hanna fyrir geimfara með áhuga á kökubakstri sem á þrjár kanínur sem gæludýr?
„Heimurinn heima“ er fræðsluverkefni þar sem nemendur setja sig í spor hönnuða og vinna í sameiningu að híbýli fyrir ímyndaðan íbúa. Smiðjan er leidd af vöruhönnuðunum Kristínu Maríu Sigþórsdóttur og Auði Ösp Guðmundsdóttur í tengslum við yfirstandandi fastasýningu safnsins, „Hönnunarsafnið sem heimili“.
Í smiðjunni kynnast nemendur grunnhugtökum í innanhússhönnun og eiga samtal um heimili. Bekkurinn fær líkan að húsi og aðgang að „nammibar“ - stútfullum af girnilegum efnivið sem nýta má í módelgerð. Nemendur þjálfast í hugarflugi og að útfæra hugmyndir sínar í skala. Síðast en ekki síst æfa nemendur skapandi og lausnamiðaða hugsun í samtali og samvinnu.
Bókanir og nánari upplýsingar: boelin@honnunarsafn.is
Umsagnir nemenda:
„Þetta er besta, frábærasta og fjölbreyttasta safn í öllum heiminum. Ef það væri annað safn að reyna, þá myndi það samt bara ekki takast.“
Umsagnir kennara:
„Það er svo vel tekið á móti hópum hérna, þetta er algjör lúxus!“
Nánar um Hönnunarsafnið: www.honnunarsafn.is