Skip to main content

Hugrakkir krakkar

Ýmis framandi dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru eiga heima í garðinum. Skordýr, skriðdýr og froskdýr eru kynnt fyrir krökkunum og þau fá að handfjatla einhver þeirra. Þetta námskeið hentar best fyrir elstu börnin á leikskólanum. Hámarksfjöldi í Hugrakka krakka er 12 börn. Námskeiðið er um 40 mínútur og aðeins er hægt að bóka einn hóp í einu.

Nánari upplýsingar hér

Bókið í gegnum tölvupóst : namskeid@husdyragardur.is 

Samningur milli Skóla- og frístundasviðs (SFS) Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu – og húsdýragarðs veitir nemendum í leik- og grunnskólum borgarinnar ókeypis aðgang að garðinum á skólatíma. Frístundaheimili fá ókeypis aðgang að garðinum meðan á frístundastarfi stendur á grunnskólaárinu en greiða 300 krónur pr. barn á sumarstarfstíma. Nemendur í skólum utan Reykjavíkurborgar greiða samkvæmt gjaldskrá sem finna má á heimasíðu garðsins: https://mu.is/skolahopar/ .

Skipuleggjandi:
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Staðsetning:
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur:
Náttúra og dýr
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
5 ára