Húsdýrin okkar
Öll helstu íslensku húsdýrin í má finna í Húsdýragarðinum. Á þessu námskeiði er leikskólakrökkum boðið að skoða dýrin og kynnast þeim einstaklingum sem búa í garðinum. Þar læra þau um fjölskyldugerð, nytjar og helstu einkenni dýranna. Hámarksfjöldi nemenda í hverri leiðsögn er 20 og hægt er að bóka tvo hópa í senn. Námskeiðið er um 40 mínútur.
Nánari upplýsingar hér.
Bókið í gegnum tölvupóst : namskeid@husdyragardur.is
Samningur milli Skóla- og frístundasviðs (SFS) Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu – og húsdýragarðs veitir nemendum í leik- og grunnskólum borgarinnar ókeypis aðgang að garðinum á skólatíma. Frístundaheimili fá ókeypis aðgang að garðinum meðan á frístundastarfi stendur á grunnskólaárinu en greiða 300 krónur pr. barn á sumarstarfstíma. Nemendur í skólum utan Reykjavíkurborgar greiða samkvæmt gjaldskrá sem finna má á heimasíðu garðsins: https://mu.is/skolahopar/ .