Skip to main content

Hvað dettur þér í hug?

Hvað dettur þér í hug? Skólaheimsókn fyrir 5.-7. bekk
Nemendur kynnast ævi og störfum Halldórs Laxness með sérstakri áherslu á skrifandi strákinn Halldór Guðjónsson í Laxnesi. Heimsókninni er ætlað að kveikja skapandi hugsun og hvetja krakkana til þess að lesa, skrifa, teikna, yrkja eða tjá sig á annan hátt. Nemendur kynnast nokkrum hversdagslegum hlutum á Gljúfrasteini sem ratað hafa í skáldskap Halldórs Laxness. Þannig er lögð áhersla á að skáldskapur getur kviknað af öllu mögulegu í hversdeginum, hversu ómerkilegt sem það kann að virðast. Við upphaf heimsóknarinnar fá nemendur pappírsörk og blýantsstubb, líkt og skáldið notaði sjálft á gönguferðum sínum, og skrá hjá sér það sem þeim dettur í hug á meðan á heimsókninni stendur.

Markmið með skólaheimsóknum á Gljúfrastein er að:
- vekja áhuga á Halldóri Laxness, ævi hans, verkum og fjölbreyttum áhugasviðum
- bjóða skólum upp á hentuga og áhugavekjandi námskosti byggða á upplifun og leik
- heimsóknin verði kveikja að skapandi hugsun og hvati til að lesa, skrifa, teikna, mynda, yrkja og tjá sig með öllu mögulegu móti

Frítt er fyrir alla skólahópa. Frekari upplýsingar í síma 586 8066 eða gljufrasteinn@gljufrasteinn.is

Skipuleggjandi:
Gljúfrasteinn - hús skáldsins
Staðsetning:
Nágrannasveitarfélög
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Tímabil:
September
  - Desember
Aldur:
8 ara
  - 12 ára