Skip to main content

Hvernig söfnum við myndlist?

Fjársjóður þjóðar / Fyrir opnum tjöldum

Í einum sýningarsal safnsins hefur verið sett upp tímabundin starfsstöð til að hlúa að verkum úr safneign og skrásetja ný verk. Nú gefst því einstakt tækifæri til að kynnast mikilvægum þætti í starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði myndlistar, sem hefur það hlutverk að varðveita myndlistararf þjóðarinnar

Markmið heimsóknar

  • Að nemendur kynnast hugtökum á borð við safneign, varðveisla, ástandskoðun og fyrirbyggjandi forvarsla.
  • Að nemendur öðlist skilning á því viðamiklu ferli sem fer af stað þegar nýtt verk bætist í safneign.
  • Að nemendur öðlist þekkingu á ólíkum listaverkum úr safneign.
  • Að nemendur fái innsýn í störf sérfræðinga safnsins  sem annast ástandsskoðun, skráningu, ljósmyndun, fyrirbyggjandi forvörslu og frágangi verka.

     

Heimsóknin

Tekið er á móti hópum í anddyri Listasafns Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Safnkennari býður nemendur velkomna og fer yfir sögu og hlutverk Listasafns Íslands í stuttu máli. Eftir kynningu á safninu er farið inn í sýningarsal númer 2 og farið yfir verkferla við að varðveita myndlistararf þjóðarinnar. Skoðuð verða verk úr safneign, farið yfir verkferla listamanna og nemendur fá að fylgjast með starfsmönnum safnsins að störfum.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en 15-20 nemendur.

 

Verið velkomin í heimsókn. Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.is

Skipuleggjandi:
Listasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Saga
Tímabil:
September
  - Desember
Aldur:
10 ára
  - 15 ára