Í spor landnámsfólksins, Saga úr jörðu
Dagskráin er einkum ætluð börnum á miðstigi en hana er hægt að aðlaga öllum aldurshópum.
Í heimsókninni er fjallað um landnámstímann og fornleifar frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi skoðaðar. Skiptist heimsóknin á milli grunnsýningar safnsins og sýningarinnar Saga úr jörðu í Bogasal sem fjallar um fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit. Heimsóknin samanstendur af spjalli og fróðleik, skoðun gripa í sýningarskápum auk snertigripa sem má handleika og tækifæri til að kynnast tækjum og aðferðum fornleifafræðinnar.
Miðað er við að hópar séu að hámarki 25 nemendur. Heimsóknin tekur um 45 - 60 mínútur.
Nánari upplýsingar og bókanir á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands: https://www.thjodminjasafn.is/thjonusta/hopar/skolar/ eða í gegn um netfangið kennsla@thjodminjasafn.is
Deila
