Skip to main content

Leikjafjör | Frístund

Árbæjarsafn |  Borgarsögusafn Reykjavíkur 

frístund

Leikjafjör

Byrjað er á léttri leiðsögn um safnsvæðið áður en krakkarnir fá að kynnast gömlum leikjum sem íslensk börn léku sér í á árum áður.
Notast er við leikjahefti safnsins svo að leiðbeinendur geti stýrt krökkunum í hinum ýmsu leikjum sem vinsælir voru á 20. öldinni og margir hverjir þekkja enn þann dag í dag.

Fjölbreytt nestisaðstaða er á svæðinu auk þess sem hægt er að grilla í lundinum á vestanverðu safnsvæðinu.


Vinsamlegast athugið að gert er ráð fyrir að dagskráin taki um 45 mínútum en frístundahópar mega vera að hámarki í 2 klst. á safnsvæðinu.

Gert er ráð fyrir að hópar séu ekki stærri en um 30 börn. 

Í boði á sumrin

 

BÓKIÐ HÉR!

Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafn, Árbæjarsafn
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Júní
  - Ágúst
Aldur:
6 ára
  - 11 ára