Leikur með orð og mynd | Frístund
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Borgarsögusafn Reykjavíkur
Frístund
Léttur leikur sem felst í því að skoða ljósmyndir og tengja við ólík orð. Við rýnum í viðfangsefni myndanna og sjáum hvert myndlesturinn leiðir okkur.
Safnkennari tekur á móti hópnum á 6. hæð í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15. Safnkennari stýrir heimsókninni með virkri aðstoð frístundaleiðbeinenda hópsins. Heimsóknin felst í umræðum og léttum leik inni í sýningarsal safnsins um leið og ljósmyndasýning safnsins er skoðuð. Hlutverk frístundaleiðbeinenda í heimsókninni er að hvetja börnin til að taka þátt í umræðum og leikjum. Miðað er við að hópar séu ekki stærri en 20 börn.
Í boði frá 1. til 30.júní, frá 4. – 21.ágúst 2025
Opið fyrir bókanir: Bóka skólahóp
Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is
Deila
