Líf í fersku vatni og líffræðileg fjölbreytni
Vatnið í náttúru Íslands | 2. hæð Perlunnar
Í ferskvatni býr urmull skemmtilegra lífvera sem áhugavert er að fræðast um. Sumar eiga heima á botni stöðuvatna og straumvatna og aðrar eru svo litlar að við sjáum þær ekki með berum augum. Við fjöllum um lífsferla þeirra og atferli og hvernig þær tengjast umhverfi sínu og öðrum lífverum. Nemendur á mið- og unglingastigi fá fræðslu um líffræðilega fjölbreytni og sérstöðu náttúru Íslands.
Markmið heimsóknarinnar er að nemendur afli sér upplýsinga um ferskvatnið í náttúru Íslands og öðlist skilning á samspili lífvera í fersku vatni.
Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.
Fræðsla er ókeypis fyrir skólahópa og heimsóknin er sniðin að hverjum aldurshópi fyrir sig. Skráning fyrir heimsóknir á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar fer fram á bókunarsíðu Náttúruminjasafnsins.
Frekari upplýsingar um fræðsluleiðina má finna á heimasíðu safnsins og hjá safnkennurum á netfanginu kennsla@nmsi.is og í síma 5771800. Á Fróðleiksbrunninum, nýrri fræðslusíðu Náttúruminjasafnsins má finna náttúrufræðslu og verkefni sem kjörið er að nýta til undirbúnings og eftirfylgni í tengslum við heimsóknina.
Deila
