Listin að gera tilraunir | Hafnarhús fyrir 7. og 8. bekk/val á unglingastigi | Rútutilboð
Listasafn Reykjavíkur | Hafnarhús
Hvernig fara listamenn að því að víkka út listræn mörk og fá nýjar hugmyndir? Í Hafnarhúsinu er áherslan á samtímamyndlist þar sem listmiðillinn er í stöðugri endurskoðun. Verk listamannsins Errós eru þar til sýnis en hann hefur tileinkað sér stefnur og strauma í anda pop-listar. Við hugsum um aðferðir hans við að nota fundnar myndir og setja fram í nýju samhengi. Í leiðsögn miðlunarsérfræðinga fá nemendur sérhannað námsefni með verkefnum um Erró. Aðrar sýningar í húsinu eru einnig heimsóttar eftir því hve tími vinnst til, í samráði við kennara.
Miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.
Ath. að hægt er að fá fríar rútuferðir fyrir nemendur til og frá skóla í þessa tilteknu leiðsögn.
Hafa samband
+ 3544116400
Netfang: fraedsludeild@reykjavik.is
Vefsíða: listasafnreykjavikur.is
Facebook: listasafn reykjavíkur reykjavik art museum
Instagram: reykjavikartmuseum
Deila
