Listin að skoða | Stytturnar hans Ásmundar - fyrir 4.bekk | Rútutilboð
Listasafn Reykjavíkur | Ásmundarsafn
Við bjóðum 4. bekkjar nemendum upp á sérstaka kynningu á lífi og starfi Ásmundar Sveinssonar sem var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Nemendur skoða lykilverk eftir listamanninn og vinna verkefni. Sjónum er beint að fjölbreytni Ásmundar í efnistökum og þema, en hann sagðist vilja vinna list sem fólk gæti skilið og notið m.a. úti undir beru lofti. Hann vann t.d. út frá þjóðsögum og náttúrunni, setti verkafólk á mikilvægan stall og vann með fjölbreytileg efni og aðferðir. Hann bauð börn sérstaklega velkomin á vinnustofu sína í sérstæða kúluhúsinu sínu við Sigtún, þar sem þau fengu oft og tíðum að taka þátt í vinnu hans við listina.
Miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk eða um 25 nemendur.
Ath. að hægt er að fá fríar rútuferðir fyrir nemendur til og frá skóla í þessa tilteknu leiðsögn.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hafa samband
+ 3544116400
Netfang: fraedsludeild@reykjavik.is
Vefsíða: listasafnreykjavikur.is
Facebook: listasafn reykjavíkur reykjavik art museum
Instagram: reykjavikartmuseum
Deila
