Litir og form │ leikskóli
Árbæjarsafn │ Borgarsögusafn Reykjavíkur
3 - 6 ára
Litir og form er léttur ratleikur þar sem leikskólakennarinn fær spjöld í hendur og fer með hópinn sinn að skoða allskonar smáatriði á húsum. Krakkarnir spá og spekúlera í hinum ýmsu litum og formum sem má finna á safninu og njóta útisvæðisins og skoða safnið á sínum eigin hraða. Einnig er tilvalið er að heilsa upp á hænurnar og dýrin í leiðinni. Í boði frá 1. júní til 31. ágúst.
Spjöldin má nálgast í afgreiðslu safnsins.
Opið fyrir bókanir: Árbæjarsafn
Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is
Deila

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafn, Árbæjarsafn
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Júní
- Ágúst
Aldur:
3ja ára
- 6 ára