Lubbi í sumarskapi │ 4 - 6 ára
Árbæjarsafn | Borgarsögusafn Reykjavíkur
4 - 6 ára
Í heimsókninni fara börnin með fjárhundinum Lubba um safnsvæðið. Heimsóknin fer fram að miklu leyti utandyra. Stoppað verður á nokkrum stöðum á safnsvæðinu og börnin fá fræðslu um gamla hluti, leita að málbeinum og para málhljóð hlutanna saman við málbein. Það verða líka sungin nokkur lög úr bókinni Lubbi finnur málbein. Í lok heimsóknar verður leikið með íslensku leikföngin úr Völuskríninu. Það er háð veðri hvort það verði leikið með leikföngin úti við Álfhólinn okkar eða innandyra.
Í boði frá 10. júní – 30 júní og 11. ágúst – 29. ágúst 2025
Opið fyrir bókanir: Árbæjarsafn
Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is
Deila
Skipuleggjandi:
Borgarsögusafn, Árbæjarsafn
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Læsi
Saga
Tímabil:
Júní
- Ágúst
Aldur:
4ra ára
- 6 ára