Lundurinn útikennslustofa
Lundurinn er notaleg útikennslustofa á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ og er sannkölluð útinámsvin í hjarta Gufunesbæjar. Aðstaðan felur í sér skemmtilega afmarkað rjóður með yfirbyggðu skýli, náttúrulegum bekkjum, eldstæði, möguleika á uppsettu og upphituðu tjaldi og salernisaðstöðu. Tjaldið tekur 25-30 börn í sæti en önnur aðstaða er undir berum himni.
Hér er frábær aðstaða til þess að framkvæma útikennslu í öllum námgreinum, spreyta sig á útieldun, búa til huggulega samveru undir beru lofti eða einfaldlega hafa það notalegt í kringum opinn eld og leika sér í frístundagarði Gufunesbæjar. Leik- og grunnskólar og frístundamiðstöðvar Reykjavíkur geta nýtt sér aðstöðuna sér að kostnaðarlausu
Frekari upplýsingar um Lundinn og bókanir er að finna á heimasíðu MÚÚ