Skip to main content

MUGGUR

MUGGUR - GUÐMUNDUR THORSTEINSSON
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7

Á sýningunni verður skyggnst inn í sérstæðan myndheim Muggs sem spannar víð svið: ævintýraheima þar sem fíngerðir prinsar og prinsessur dvelja í fögrum höllum, tröllaheima myrkurs og ógnar, landslag og sveitasælu á Íslandi, ferðaminningar frá framandi stöðum, náðarheim trúarinnar þar sem Kristur læknar sjúka, en einnig skoplegar og skondnar teikningar og þjóðsögur.

Markmið heimsóknar

  • Að nemendur kynnist lífi og starfi listamannsins Muggs og þeim fjölbreyttu verkum sem sýnd eru á sýningunni.
  • Að nemendur kynnist hugtökum á borð við myndlist, ævintýri, þjóðsögur og fjölbreyttur efniviður
  • Að nemendur auki skilning sinn á aðferðum og efnisnotkun listamanna.
  • Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á því viðamikla ferli sem á sér stað í listsköpun.

Heimsóknin

Tekið er á móti nemendum í anddyri Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg 7. Fjallað er um valin verk á sýningunni þar sem nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga og æfa sig í samtali um listsköpun, verkferla og efnisnotkun listamanna. Nemendur fá þjálfun í að tengja listaverkin við umhverfi sitt, sögu og menningu.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Verið velkomin í heimsókn. Hægt er að bóka tíma á mennt@listasafn.is

Skipuleggjandi:
Listasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Saga
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
0 ára
  - 18 ára