Norræna húsið og Norrænu löndin
Norræna húsið leggur áherslu á skapandi fræðslu, samveru og vandaða miðlun norrænna lista og menningar til barna og ungmenna. Gæðastundir fyrir fjölskyldur, skipulagðar skólaheimsóknir og sérsniðnir viðburðir eru í boði allan ársins hring.
Fræðsla um Norðurlöndin er hluti af námskrá 6. bekkja á Íslandi og er stefna Norræna hússins að bjóða nemendum viðbótarfræðslu við námsefnið með áherslu á listir og menningu.
Við bjóðum uppá leiðsagnir um Norræna húsið og Norrænu löndin sem henta öllum aldurshópum. Einnig er í boði sérstök leiðsögn fyrir 15. ára og eldri sem fjallar sérstaklega um Norrænt samstarf.
Deila
Skipuleggjandi:
Norræna húsið
Staðsetning:
Komið á starfsstað
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Saga
Tímabil:
Janúar
- Desember
Aldur:
2ja ára
- 15 ára