Skip to main content

Ofurhetjumúsin

Leikskólasýning ársins er ávallt gleðilegur viðburður en þá fyllist leikhúsið af öllum elsta árgangi leikskólanna í Reykjavík en í vetur verður það hin hugljúfa og töfrandi sýning Ofurhetjumúsin. Sýningin er eftir Þórunni Örnu Kristjánsdóttur fjallar um Ofurhetjumús sem týnir skikkjunni sinni og heldur þar með að hún hafi misst krafta sína. Hún heldur í ævintýraferð í leit að skikkjunni og eignast nýjan vin í leiðinni.

Skipuleggjandi:
Borgarleikhúsið
Staðsetning:
Komið á starfsstað
Efnisflokkur:
Listir
Tímabil:
Mars
Aldur:
5 ára
  - 6 ára