Skip to main content

Perlufestin - höggmyndagarður kvenna í Hljómskálagarðinum

Listasafn Reykjavíkur | Perlufestin. 

Höggmyndagarðurinn Perlufesti var opnaður þann 19. júní 2014 en hann er til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar.

Garðurinn hlaut nafnið Perlufesti að tillögu Gjörningaklúbbsins. Nafnið vísar til hringlaga afstöðu verkanna til hvers annars í garðinum, en undirstrikar einnig að listakonurnar og verk þeirra eru sérstök hvert fyrir sig, líkt og perlur sem hafa verið þræddar upp á þráð.

Í garðinum eru höggmyndir eftir sex konur sem voru frumkvöðlar í höggmyndalist hér á landi, þær Gunnfríði Jónsdóttur (1889–1968), Nínu Sæmundsson (1892-1962), Tove Ólafsson (1909-1992), Þorbjörgu Pálsdóttur (1919-2009), Ólöfu Pálsdóttur (1920) og Gerði Helgadóttur (1928-1975). Verkin sem um ræðir eru: Landnámskonan eftir Gunnfríði, Hafmeyjan eftir Nínu, Maður og kona eftir Tove, Piltur og stúlka eftir Þorbjörgu, Sonur eftir Ólöfu og Nafarinn eftir Gerði.

Hér gefst einstakt tækifæri til að njóta útiveru og hugsa m.a. um hlutverk listaverka í opinberu rými, ólík form, stílbrigði eða inntak, sögu jafnréttisbaráttu eða bregða á myndastyttuleik á stöpli.

Miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Hafa samband

+ 3544116400

Netfang: fraedsludeild@reykjavik.is

Vefsíða: listasafnreykjavikur.is

Facebook: listasafn reykjavíkur reykjavik art museum

Instagram: reykjavikartmuseum

Skipuleggjandi:
Listasafn Reykjavíkur, útilistaverk
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Listir
Læsi
Náttúra og dýr
Saga
Tækni og vísindi
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
Eins árs
  - 18 ára