Skip to main content

Regnbogaþráðurinn

Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst að spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýninnar hugsunar.

Regnbogaþráðurinn er hljóðleiðsögn og er einkum ætluð nemendum á unglinga- og framhaldsskólastigi. Miðað er við að hópar séu að hámarki 25 nemendur. Heimsóknin tekur um 45 - 60 mínútur.

Nánari upplýsingar og bókanir á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands: https://www.thjodminjasafn.is/thjonusta/hopar/skolar/ eða í gegn um netfangið kennsla@thjodminjasafn.is

Skipuleggjandi:
Þjóðminjasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Saga
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
13 ára
  - 18 ára